fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Tvær tillögur um að Agnes verði áfram biskup

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 26. október 2023 18:30

Agnes Sigurðardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kirkjuþing er framundan um helgina og má fastlega búast við að þá verði tekist á um framtíð Agnesar M. Sigurðardóttur í embætti. Eins og komið hefur fram í fréttum starfar Agnes enn þó að kjörtími hennar sem biskups sé liðinn og í raun hefði fyrir löngu átt að vera búið að efna til biskupskosninga. Agnes starfar í krafti 18 mánaða ráðningarsamnings sem undirmaður hennar, framkvæmdastjóri biskupsstofu, gerði við hana.

Mikill lagaleg óvissa er um hvort samningurinn sé löglegur og hvort Agnes sé í raun löggiltur biskup. Samkvæmt ráðningarsamningnum á hún að sitja í embætti fram til október 2024.

Hins vegar er komin fram tillaga til þingsályktunar um biskupsembættið á kirkjuþingi sem gerir ráð fyrir að Agnes sitji fram til vors. Önnur tillaga er komin fram sem felur í sér að vígslubiskupar taki allar stjórnsýslulegar ákvarðanir biskups þar til nýr biskup hefur verið kjörinn.

Flutningsmenn fyrri tillögunnar eru þær Bryndís Malla Elídóttir, prófastur í prófastsdæmi vestra í Reykjavík, og Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur sem situr í forsætisnefnd kirkjuþings.

Í tillögunni segir:

„Kirkjuþing 2022-2023 samþykkir eftirfarandi þingsályktunartillögu: Sem hirðir hirðanna fer frú Agnes M. Sigurðardóttir með biskupsþjónustu í þjóðkirkjunni fram að hvítasunnu 2024. Í því felst að hún hafi fram að þeim tíma tilsjón með kristnihaldi, kenningu kirkjunnar og þjónustu hennar í landinu ásamt því að gæta einingar kirkjunnar sbr. 10. gr. laga um þjóðkirkjuna nr. 77/2021.“

Þá segir ennfremur í tillögurnni:

„Réttaráhrif niðurstöðu úrskurðarnefndar kirkjunnar nr. 2/2023 snýr að stöðu biskups Íslands frá 1. júlí 2022. Úrskurð sinn byggir nefndin á regluverki laga frá Alþingi um þjóðkirkju Íslands nr. 77/2021. Með birtingu úrskurðarins var tekinn af allur vafi á skipunartíma biskups Íslands. Ófyrirséð var að niðurstaða úrskurðanefndar hefði þau víðtæku áhrif sem raun ber vitni. Þar sem kosning fór ekki fram við lok skipunartíma biskups er staðgengill biskups bær til þess að sinna störfum biskups Íslands þar til nýr biskup hefur verið kjörinn og kjöri hans lýst. Vígslubiskupinn í Skálholti og vígslubiskupinn á Hólum eru staðgenglar biskups Íslands enda voru embættin til þess gerð að styrkja biskupsembættið í landinu, sbr. greinargerð með þjóðkirkjulögum.“

Sjá nánar hér.

Óskar leggur til að vígslubiskupar taki yfir stjórnsýslulegar ákvarðanir

Í þingsályktunartillögu frá Óskari Magnússyni, rithöfundi og bónda, sem situr sem leikmaður á kirkjuþingi, er lagt til að vígslubiskupar taki yfir allar stjórnsýslulegar ákvarðanir biskupsembættisins þar til nýr biskup hefur tekið við embætti. Tillagan er orðrétt svo:

„Kirkjuþing ályktar að fela vígslubiskupum allar stjórnsýslulegar ákvarðanir biskupsembættisins sem lögfylgjur kunna að hafa þar til nýr biskup hefur tekið við embætti.

Greinargerð.

Nýgenginn úrskurður um tiltekið embættisverk biskups lítur að verkefni á sviði stjórnsýslu. Lagt er til að ekki sé hróflað við öðrum störfum biskups á þeim stutta tíma sem
framundan er þar til nýr biskup hefur verið kjörinn. Þau störf hafa enda ekki verið til sérstakrar umfjöllunar eða sætt úrskurði.

Þjóðkirkjunni er akkur í því að biskup ljúki störfum í friði og sátt og flutningsmaður telur að með þessum hætti verði það gert með fullum sóma og þeirri virðingu sem viðeigandi er að sýna biskupi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?