fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Dularföll öskur á hjálp heyrðust frá húsi – Mánuði seinna gerði ræstitæknir óhugnanlega uppgötvun

Pressan
Fimmtudaginn 26. október 2023 22:00

Zachariah Andrews á góðri stund. Dauði hans virðist hafa verið hryllilegur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um miðjan septembermánuð barst lögreglunni í borginni Norfolk í Nebraska-fylki símtal þar sem ónefndur íbúði tilkynnti að hann heyrði öskur og óhljóð frá húsi einu í nágrenninu. Svo virtist sem einhver væri að öskra á hjálp og þess vegna hentist lögreglan í loftköstum á vettvang. Þegar laganna verðir komu að húsinu voru öskrin hins vegar þögnuð og ítarleg leit bar engan árangur. Húsið var mannlaust og allt virtist vera með felldu.

Hrökk við þegar óhugnanleg sjón blasti við

Mánuði síðar, þann 19. október síðastliðinn, gerði ræstitæknir sem var að þrífa húsið hins vegar óhugnanlega uppgötvun. Viðkomandi fann megna ólykt koma frá reykháfi íbúðarinnar og þegar hann fór að rannsaka málið hrökk hann við. Við honum blöstu mannsfætur sem dingluðu niður úr reykháfinum.

Þegar málið var rannsakað kom í ljós að líkið var af hinum 29 ára gamla Zachariah Andrews. Hann sást síðast á lífi þann 15. september en ekki var lýst eftir honum fyrr en í byrjun október.

Fortíð Andrews var vafasöm í meira lagi. Hann hafði fengið á sig nálgunarbann, og brotið ítrekað gegn því, gagnvart konu einni sem hann áreitti í gegnum samfélagsmiðla. Þá fékk hann vægan dóm fyrir að reyna að táldraga tólf ára gamla stúlku sem að hann komst í tæri við í gegnum sölusíðu á Facebook auk dóma fyrir brot gegn valdstjórninni.

Fyrir utan húsið fannst bíll Andrews með allnokkrum stöðumælasektum.

Málið er í rannsókn en flest bendir til þess að Andrews hafi freistað þess að brjótast inn í húsið í gegnum reykháfinn og fest sig með þessum hræðilegu afleiðingum. Á meðan lögreglumenn leituðu í húsinu hafi hann verið að draga síðustu andadrættina í reykháfnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Í gær

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun