„Fallegt að sjá Guðna forseta stíga sterkt inn þegar gamall maður hneig niður í Ikea. Litla góða Ísland í hnotskurn,“ skrifar Katrín Oddsdóttir lögmaður í færslu á Facebook-síðu.
Atvikið átti sér stað í verslun Ikea um hádegisleytið í dag.
„Hann kom þarna sterkur inn og stóð yfir manninum allan tímann og var að róa fólk niður og stýra aðstæðum eins og hægt var í öllu þessu kaosi sem var í gangi,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Segir hún það hafa komið sér vel að Guðni tók stjórn á aðstæðum því enginn annar á vettvangi hafi vitað almennilega hvernig ætti að bregðast við.
Katrín segir fólk lítið hafa spáð í að það væri Forseti Íslands sem væri að stjórna.
„Þetta var eins og að þarna væri venjulegur maður. Fólk var ekki að hugsa að þetta væri forsetinn. Enginn var að pæla í honum.“