Svona hefst bréf karlmanns til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Deidre.
Maðurinn er 33 ára og starfar við að setja upp eldhúsinnréttingar. Eiginkona hans er 31 árs og er húðflúrslistamaður.
„Undanfarið hefur kynlífið okkar verið frekar lélegt og eiginkona mín sagði samstarfskonu sinni það. Þessi kona er einhleyp, 35 ára og kann að skemmta sér með karlmönnum. Hún sagðist vita hvað myndi hjálpa – að fara á swingersklúbb,“ segir maðurinn.
„Eiginkona mín var áhugasöm og sannfærði mig að fara til að „krydda upp á kynlífið.“ Við vorum bæði frekar stressuð og fengum okkur nokkra drykki fyrst, sem klárlega hjálpaði.
Þegar við mættum á staðinn þá nálgaðist myndarlegur maður eiginkonu mína og bauð henni að dansa, síðan bættist kærastan hans við og þau virtust vera á svipuðum aldri og við. Hún byrjaði að strjúka bak eiginkonu minnar og fékk mig til að taka þátt.
Það hitnaði í kolunum og við fórum í lítið herbergi. Eiginkona mín svaf hjá manninum á meðan konan hans reyndi við mig. Ég hafði alveg gaman af þessu og var upp með mér, en ég vil aldrei sjá eiginkonu mína í svona aðstæðum aftur. Ég var svo afbrýðissamur.“
En nú er maðurinn kominn í vandræði.
„Hún var alltaf svo einstök því hún var mín en ég sé hana þannig ekki lengur. Ég get ekki komist yfir þetta, það eru engir töfrar lengur. Hún vill fara þangað aftur en ekki ég. Vinsamlegast hjálpaðu mér.“
Deidre svarar og gefur manninum ráð:
„Öll pör geta upplifað niðursveiflu í kynlífinu, meira að segja þau sterkustu. Sum pör reyna að opna sambandið, en það getur verið skaðlegt ef fólk undirbýr sig ekki fyrir allt það sem getur gerst.
Fantasía og raunveruleikinn haldast sjaldan í hendur, sérstaklega þegar kemur að opnu hjónabandi. Að ákveða mörk er lykilatriði.
Þú varst afbrýðissamur að sjá aðra karlmenn vilja eiginkonu þína og að taka yfir þitt hlutverk. Hún naut þess að vera eftirsóknarverð. Er það eitthvað sem þú getur gefið henni? Hvenær sendirðu henni síðast skilaboð af kynferðislegum toga eða sagðist vilja rífa af henni fötin?
Talaðu við hana um hvernig þér líður og þetta kvöld.“