Jón Gísli Eyland Gíslason hefur skrifað undir samning við ÍA sem að gildir út leiktíðina 2026. Félagið er aftur komið upp í Bestu deild karla.
Jón Gísli hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað 125 leiki fyrir ÍA og skorað í þeim 4 mörk síðan hann kom á Skagann árið 2019 frá Tindastól. En þar sló hann í gegn mjög ungur að árum og spilaði sinn fyrsta leik 14 ára gamall. J
Jón á einnig 32 unglingalandsleiki að baki fyrir hönd Íslands.
„Þessi fjölhæfi leikmaður stóð sig virkilega vel á síðustu leiktíð þar sem hann spilaði megnið af tímabilinu í hægri bakverði ásamt því spila inn á miðjunni,“ segir á vef ÍA.