fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Málefni Emils í vinnslu í Garðabænum – Áhugi Víkings virðist vera til staðar

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 26. október 2023 13:30

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan er að ræða við Emil Atlason um nýjan samning, málefni hans er í vinnslu samkvæmt Helga Hrannarri Jónssyni formanni meistaraflokksráðs hjá Stjörnunni.

„Þessi mál eru bara í vinnslu,“ segir Helgi Hrannarr í samtali við 433.is í dag.

Emil var markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar í sumar en hann hefur átt afar góðu gengi að fagna í Garðabænum síðustu árin.

Markaskorarinn öflugi hefur verið sterklega orðaður við Íslands og bikarmeistara Víkings sem hafa áhuga á að krækja í Emil sé það möguleiki.

Hann er hins vegar samningsbundinn Stjörnunni út næstu leiktíð en samkvæmt heimildum 433.is vill hann fá verulega launahækkun á núverandi samningi sínum í Garðabæ.

Emil er þrítugur sóknarmaður sem hefur meðal annars spilað fyrir KR, Þrótt og HK hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jólaplata að koma úr óvæntri átt – Fáir vissu að hann væri að gefa út tónlist

Jólaplata að koma úr óvæntri átt – Fáir vissu að hann væri að gefa út tónlist
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hraunaði yfir eigin leikmann eftir gærkvöldið

Hraunaði yfir eigin leikmann eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða
433Sport
Í gær

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“
433Sport
Í gær

Leikmenn United rifust innbyrðis í gærkvöldi – Amorim tjáir sig um málið

Leikmenn United rifust innbyrðis í gærkvöldi – Amorim tjáir sig um málið