fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Sýnishorn af Íslandi í Boston  

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 26. október 2023 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stór landkynningarviðburður fór fram um síðustu helgi í Boston í Bandaríkjunum. Viðburðurinn ber nafnið Ísland er handan við hornið (Iceland: Around the Corner) og þar var íbúum Boston boðið að upplifa íslenska náttúru og menningu. Á staðnum var sýnishorn af Bláa lóninu, fólki boðið að prófa vélsleða í sýndarveruleika, Lava Show lét rauðglóandi hraun renna, Ari Eldjárn skemmti gestum, ljósmyndarinn Chris Burkard bauð upp á listamannaspjall, okkar fremsta tónlistarfólk gaf sýnishorn af því besta í íslenskri tónlist og kokkar reiddu fram séríslenska matarupplifun í Icelandair matarvagninum. Hápunktinum var náð þegar leynigestirnir í Kaleo stigu á svið á laugardagskvöld.

Icelandair stendur fyrir viðburðinum í samstarfi við fjölda aðila í íslenskri ferðaþjónustu. Stærstu samstarfsaðilar eru Íslandsstofa, 66 norður, Bláa lónið, Icelandia og Special Tours. Á meðal annarra samstarfsaðila eru Boeing, Iceland Airwaves, Icelandic Glacial, Icelandic Lamb, Lava Show, Reyka Vodka og Icelandic Provisions, eins og kemur fram í tilkynningu.

„Færri komust að en vildu þegar við buðum íbúum Boston og nágrennis að upplifa Ísland. Bandaríkjamenn eru nú fjölmennasti hópur ferðamanna sem sækir okkur heim og því koma vinsældir viðburðarins ekki á óvart. Markmiðið með viðburðum sem þessum er að styrkja Ísland enn frekar í sessi sem áfangastað. Viðburðurinn er samvinna sterkra aðila í íslenskri ferðaþjónustu og lítum við á það sem mikilvægan þátt í starfsemi okkar að halda á lofti því besta sem Ísland hefur upp á að bjóða,“ segir Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Icelandair.

„Það var ótrúlega gaman að sjá áhuga þeirra fjölmörgu sem komu og nutu Íslands með okkur í Boston. Við hittum fólk sem hefur heimsótt okkur oft en einnig marga sem eru mjög spenntir fyrir því að upplifa það sem Ísland hefur upp á að bjóða. Áhuginn á íslenskri náttúru og okkar helstu perlum leyndi sér svo sannarlega ekki og það verður ánægjulegt að sjá þau sem við hittum á sýningunni í okkar fjölbreyttu ferðum innan tíðar,“ segir Inga Dís Richter, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Kynnisferða, sem starfar undir vörumerkinu Icelandia.

„Við settum upp sýnishorn af Bláa Lóninu í Boston. Það var mjög ánægjulegt að finna þann mikla áhuga sem íbúar í Boston hafa á áfangastaðnum Íslandi og ekki síst forvitni þeirra á þeim einstöku afþreyingar- og upplifunarmöguleikum sem Ísland hefur upp á að bjóða,“ segir  Arndís Huld Hákonardóttir, forstöðumaður markaðsmála og samskipta hjá Bláa lóninu.

Öflugt markaðsstarf á lykilmörkuðum eins og Boston skiptir ferðaþjónustuna miklu máli enda Bandaríkjamenn duglegir að sækja okkur heim hvort sem er að sumri eða vetri til. Öflugar flugsamgangur landanna á milli leika þar lykilhlutverk.“

Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“