Saksóknari á Ítalíu hefur dæmt Sandro Tonali miðjumann Newcastle í tíu mánað bann vegna ólöglegra veðmála sem hann stundaði.
Tonali var mikið í því að veðja á leiki þegar hann var leikmaður Brescia og AC Milan á Ítalíu.
Tonali var seldur til Newcastle fyrir 52 milljónir punda í sumar en yfirvöld á Ítalíu hafa verið að taka á þessu alvarlega máli síðustu vikur.
Tonali játaði öll brot sín og vildi gera allt til þess að aðstoða við rannsókn þess. Sökum þess er dómurinn tíu mánaða bann frá fótbolta en ekki fjögur ár eins og heimild var fyrir í lögunum.
Newcastle mun ekki borga Tonali laun á meðan hann er í banninu en hann verður þar af 11 milljónum punda samkvæmt enskum blöðu. Er hann launahæsti leikmaður Newcastle.
Tonali má æfa með Newcastle á meðan bannið er í gildi en hann má byrja að spila aftur í ágúst á næsta ári.
Tonali kom við sögu í tapi Newcastle gegn Dortmund í Meistaradeildinni í gær sem hann var síðasti knattspyrnuleikur í bili, hann mun nú leita sér hjálpar vegna veðmálafíknar.