fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

R-listanum slitið formlega

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 26. október 2023 11:30

Frambjóðendur R-listans fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 2002. Mynd/DV 27.apríl 2002

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Regnboganum, félaginu að baki R-listanum hefur verið slitið formlega. Er það eitt af þeim tugum félaga sem nýlega var slitið með úrskurði héraðsdóms á grundvelli laga um skráningu raunverulegra eigenda.

Þetta kemur fram í tilkynningu Ríkisskattstjóra í dag.

R-listinn, eða Reykjavíkurlistinn, var stofnaður fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 1994 og vann stórsigur. Að honum stóðu Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, Framsóknarflokkur og Kvennalistinn með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem borgarstjóraefni.

Listinn hlaut 53 prósent atkvæða í kosningunum og felldi meirihluta Sjálfstæðismanna sem hafði setið í tólf ár og í raun stjórnað Reykjavíkurborg í marga áratugi.

Segja má að vatnaskil hafi orðið í stjórnmálum Reykjavíkurborgar með tilkomu R-listans því Sjálfstæðisflokkurinn hefur oftast nær verið í minnihluta síðan hann var stofnaður.

Stöðugt fylgi á róstusömum tímum

R-listinn bauð aftur fram í kosningunum árið 1998 og 2002 og fékk nær óbreytt fylgi, um 53 prósent og 8 af 15 fulltrúum kjörna. Ingibjörg Sólrún var borgarstjóri til ársins 2003 þegar Þórólfur Árnason og síðan Steinunn Valdís Óskarsdóttir tóku við.

Í tíð R-listans riðlaðist flokkakerfið á vinstri vængnum. Samfylkingin og Vinstri græn tóku við af Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi, Þjóðvaki kom og fór og Kvennalistinn bara fór. Framsóknarflokkurinn var eini flokkurinn sem var óbreyttur fyrir og eftir R-listann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum