Gráðugir stuðningsmenn Manchester United fá nú á baukinn fyrir að reyna að græða á andláti Sir Bobby Charlton sem lést um síðustu helgi.
Charlton var goðsögn hjá Manchester United þar sem hann átti farsælan feril sem leikmaður. Hann var síðan í mörg ár sendiherra fyrir félagið og lét að sér kveða í starfi félagsins.
United heiðraði minningu Charlton gegn FCK í Meistaradeildinni á þriðjudag. Var hans minnst í leikskrá fyrir leikinn og mynd af honum framan á henni.
Stuðningsmenn United sem fóru á leikinn gátu keypt skrána á 4 pund en nú reyna margir að græða á því með því að selja hana dýrum dómi.
Þannig er fjöldinn allur til af henni á Ebay þar sem margir reyna að græða nokkuð hressilega á andláti Charlton sem er einn merkasti knattspyrnumaður í sögu enska boltans.
Hér að neðan má sjá skjáskot af Ebay.