fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
433Sport

Fær þunga dóminn sinn í dag

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 26. október 2023 07:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búist er við að Sandro Tonali miðjumaður Newcastle fái tíu mánaða bann frá fótbolta í dag. Búist er að dómur verði kveðinn upp á Ítalíu.

Tonali kom við sögu í leik Newcastle gegn Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gær, það var hans síðasti leikur í langan tíma.

Tonali, leikmaður Newcastle og ítalska landsliðsins, fær tíu mánaða bann frá knattspyrnu vegna veðmálaskandalsins á Ítalíu.

Um risastórt mál á Ítalíu er að ræða þar sem fjöldi leikmanna er á leið í bann fyrir að brjóta veðmálareglur. Hann veðjaði meðal annars á leiki Milan.

Tonali missir af öllu þessu tímabili og Evrópumótinu næsta sumar ef marka má nýjustu fréttir, en hann gekk í raðir Newcastle í sumar frá AC Milan.

Sem fyrr segir eru fleiri leikmenn á Ítalíu í klandri en vandamálið virðist vera ansi stórt þar í landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Trent með svakalegt tilboð á borðinu

Trent með svakalegt tilboð á borðinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta staðfestir meiðslin: ,,Virkilega slæmar fréttir“

Arteta staðfestir meiðslin: ,,Virkilega slæmar fréttir“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum
433Sport
Í gær

ÍR skoraði sex gegn Víkingum

ÍR skoraði sex gegn Víkingum
433Sport
Í gær

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“
433Sport
Í gær

Enginn kemst nálægt Salah í launum

Enginn kemst nálægt Salah í launum
433Sport
Í gær

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham