Howie sá eitthvað í Loch Ness vatninu þann 8. október síðastliðinn. Áður en það hvarf ofan í vatnið náði hann að taka ljósmyndir af þessu. Þessi hlutur, eða hvað þetta nú var, er talinn hafa verið um 4,5 metrar á lengd og stefndi á tré á bakkanum.
Metro segir að Paul Nixon, forstjóri Loch Ness Centre, hafi sagt að þar á bæ hafi fólk alltaf gaman af að heyra af því þegar fólk sér Nessie. Nú hafi rúmlega 1.000 manns séð skrímslið og þess utan séu margar sannanir fyrir tilvist dýrsins.
Í Loch Ness miðstöðinni getur fólk heyrt frásagnir fólks af því þegar það sá Nessie, séð muni tengda dýrinu og hlustað á vísindalegar umræður um hvort Nessie sé til.