fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

3.000 herbergja hótelið þar sem enginn hefur gist

Pressan
Föstudaginn 27. október 2023 08:00

Pyongyang höfuðborg Norður-Kóreu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1987 hófst bygging Ryugyong hótelsins í miðborg Pyongyang, höfuðborgar Norður-Kóreu. Nú eru 36 ár liðin frá því að bygging þess hófst og kostnaðurinn er kominn í sem svarar til um 270 milljarða íslenskra króna. En innkoman er engin því ekki einn einasti gestur hefur gist þar.

Þegar bygging hótelsins hófst þótti það merki um metnað og dramb Norður-Kóreumanna.

Hótelið sker sig svo sannarlega úr í miðborginni og varpar skugga, sem mörgum þykir minna á eitthvað úr geimmyndum, yfir borgina. Byggingin sjálf þykir minna á sviðsmynd í vísindaskáldsögu. Hún er 330 metrar á hæð.

Upphaflega stóð til að hótelið myndi opna 1989 og ef svo hefði farið hefði þetta verið hæsta hótel í heimi.  En þess í stað hefur það fengið hinn vafasama titil sem hæsta mannlausa byggingin í heiminum.

Ekki varð af opnuninni 1989 og 1992 stöðvaðist verkið algjörlega þegar Sovétríkin hrundu en þá lenti Norður-Kórea í mikilli efnahagskreppu. Ekkert gerðist þar til 2008 þegar egypska fyrirtækið Orascom tók við verkefninu og ætlaði að ljúka við byggingu þessa 3.000 herbergja hótels.

Þremur árum síðar gerðist loksins eitthvað en þá var glertöflum komið fyrir framan við bygginguna. Embættismenn sögðu þá að hótelið yrði opnað 2012. Síðan var opnuninni frestað til 2013. Það hefur síðan ekki komið neinum á óvart að opnuninni hefur verið frestað hvað eftir annað.

Það síðast sem var gert tengt hótelinu var að fyrir fimm árum var ljósaskilti komið fyrir utan á því til að varpa áróðri frá einræðisstjórninni yfir borgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?