fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Taldi sig hafa fundið lík – „Það er með miklum létti sem við getum sagt . . .“

Pressan
Föstudaginn 27. október 2023 04:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var lögreglunni í Warwickshire á Englandi tilkynnt að göngumaður hefði fundið lík í skógi einum. Lögreglan girti vettvanginn af og kallaði sérfræðinga á vettvang til að annast vettvangsrannsókn og rannsaka líkið.

Réttarmeinafræðingur kom á vettvang og hófst handa við að rannsaka líkið en fætur þess stóðu undan runna. Hann áttaði sig strax á að hér var ekki um alvarlegt mál að ræða.

„Það er með miklum létti sem við getum sagt að réttarmeinafræðingur gat skorið úr um að fæturnir og höndin, sem stóðu undan runnanum, tilheyra í raun og veru vel gerðri dúkku í fullri stærð,“ sagði síðan í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér.

The Sun hefur eftir heimildarmanni að lögreglan hafi í fyrstu talið að hún stæði frammi fyrir morðrannsókn og hafi því kallað réttarmeinafræðing og aðra sérfræðinga á vettvang. Þegar „líkið“ var dregið undan runnanum hafi lögreglan áttað sig á hvers kyns var og hafi lögreglumennirnir hlegið dátt að þessu. „Þetta var mjög skítug, ónýt og ofnotuð kynlífsdúkka,“ sagði heimildarmaðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?