fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Opnar sig um erfiðleika sína í fyrsta sinn – Tók 12-14 svefntöflur á hverju kvöldi og var nær dauða en lífi

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 26. október 2023 07:00

Gibson hægra megin fyrir miðju

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Darron Gibson fyrrum miðjumaður Manchester United segist hafa átt í miklum vandræðum með svefnpillur og þær hafi nánast gengið frá honum.

Gibson sem er 35 ára gamall í dag var leikmaður United frá 2005 til 2012. Hann gekk síðan í raðir Sunderland, Everton og fleiri liða og átti nokkuð farsælan feril á Englandi.

Það var eftir að ferlinum lauk að hann fór að nota svefnlyf. „Ég var hættur að virka, ef ég skoða myndir þá er ég bara grár og myglaður. Ef ég hefði haldið áfram þá hefði ég dáið, ég var að taka 12-14 svefnpillur á kvöldi,“ segir Gibson í dag.

Í eitt skiptið var hann nær dauða en lífi. „Það var farið með mig í flýti á spítalann. Ég minntist ekkert á pillurnar, kona mín vissi af notkun minni en ekki hversu mikil hún var. Ég var góður að fela þetta.“

„Stundum tók ég þær allar í einu rétt fyrir svefn, ég sagði við hana að ég væri að sækja vatnsglas fyrir hana.“

„Ég skammast mín ekkert fyrir að ræða þetta, ég var á slæmum stað en á spítalanum ræddi ég þetta ekkert.“

Læknar reyndu að finna út úr því hvað væri að hrjá Gibson. „Þeir töluðu um flogaveiki en þetta voru töflurnar sem ég hafði tekið í mörg ár.“

„Læknirinn hringdi og lét vita að hjartað og heilinn væri í lagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur