Rússneskir fjölmiðlar, þar á meðal þeir sem stjórn Pútíns er sátt við, hafa flutt fréttir af lögbrotum Wagnerliða eftir heimkomuna, þar á meðal af morðum og öðrum ofbeldisverkum.
Wagnerhópurinn fékk tugi þúsunda fanga til liðs við sig til að berjast í Úkraínu. Í staðinn var þeim heitið sakaruppgjöf ef þeim tækist að lifa af sex mánuði á vígvellinum í Úkraínu.
En nú munu Rússar ekki fá fleiri fréttir af lögbrotum og níðingsverkum Wagnerliða eftir heimkomuna því Pútín hefur fyrirskipað ríkisfjölmiðlum að hætta að fjalla um þetta. Hinn óháði rússneski netmiðill Meduza skýrir frá þessu.
Markmiðið með þessu banni er að koma í veg fyrir Rússar hræðist heimsnúna Wagnerliða.