fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Edda Björk Arnardóttir og maður hennar sögð hafa verið handtekin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 25. október 2023 19:45

Edda Björk Arnardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tilkynningu samtakanna Líf án ofbeldis voru Edda Björk Arnardóttir og maður hennar handtekin fyrr í kvöld og leidd frá heimili sínu í Fannafold í Reykjavík.

Í gang fór aðfarargerð með atbeina lögreglu gegn Eddu en dómstólar hérlendis hafa gert henni skylt að afhenda þrjá syni hennar föður þeirra í Noregi, en faðirinn fer með forræði drengjanna.

Edda flaug með synina hingað til lands í einkaflugvél árið 2022 í óþökk föðursins og norskra yfirvalda.

Samkvæmt heimildarmanni DV var mannsöfnuður fyrir utan heimili Eddu í kvöld henni til stuðnings. Samkvæmt sama heimildarmanni kom Edda heim aftur á áttunda tímanum í kvöld og var aðgerðunum gegn henni frestað.

Í tilkynningu Lífs án ofbeldis segir orðrétt:

********ATH! HJÁLP!!

Rétt í þessu stendur yfir aðför gegn börnum hennar Eddu Bjarkar.

Við höfum upplýsingar um að Edda og maðurinn hennar, stjúppabbi strákana þrjá, hafa verið fjarlögð í handjárni.

Viljum biðla til allra sem geta mætt á svæðið til að sýna samstöðu að gera það. Einnig má endilega láta fjölmiðla vita.

DV hefur ekki náð sambandi við Eddu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“