Darwin Nunez hefur verið öflugur í upphafi leiktíðar með Liverpool og er knattspyrnustjórinn Jurgen Klopp himinnlifandi með hann.
Framherjinn gekk í raðir Liverpool fyrir fúlgur fjár í fyrr en það vantaði töluvert upp á á hans fyrstu leiktíð í Bítlaborginni.
Á þessari er Nunez hins vegar kominn með fjögur mörk og fjórar stoðsendingar í deild og Evrópudeild.
„Hann er á mjög góðu skriði þessa stundina. Aðlögunarferlinu er löngu lokið og allir eru mjög glaðir með hann,“ segir Klopp.
„Hann sjálfur er líka mjög glaður, ég sé það á honum í leikjum og á æfingum.“