fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
FókusKynning

Alyssa glímdi við offitu: Einkaþjálfarinn hennar gerði dálítið ótrúlegt til að hvetja hana áfram

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. febrúar 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mörg ár hafði ung kona að nafni Alyssa glímt við ofþyngd og offitu. Hún ákvað að taka sig á og leitaði til einkaþjálfarans Adonis Hill sem starfar í Brooklyn í New York.

Adonis þessi þekkir af eigin raun hvað það er að glíma við ofþyngd. Þegar hann var 27 ára fór hann að fitna í kjölfar atvinnumissis og í kjölfarið greindist hann með þunglyndi. Það tók hann nokkurn tíma að rífa sig upp úr sjálfsvorkunninni en þegar það tókst léttist hann um 35 kíló og helgaði líf sitt líkamsrækt og einkaþjálfun. Í dag er Adonis 35 ára.

Víkur þá sögunni að Alyssu sem leitaði til Adonis til að hjálpa sér. Adonis ákvað að fara óvenjulega leið til að hvetja viðskiptavin sinn áfram. Hann ákvað að bæta á sig 30 kílóum sem hann ætlaði að losa sig við hægt og rólega við hlið Alyssu í ræktinni.

Í viðtali við Buzzfeed segir Adonis að hann hafi fengið hugmyndina úr sjónvarpsþætti sem heitir Fit to Fat to Fit, þar sem einkaþjálfarar veita viðskiptavinum sínum innblástur með því að bæta á sig þyngd sem þeir síðan missa. Deila má um það hvort aðferðin sé góð fyrir líkamann en það er önnur saga.

Adonis og Alyssa hófu átakið í sameiningu og náðu þau bæði markmiðum sínum innan fárra mánaða. Alyssa léttist um 28 kíló og Adonis var kominn í sína réttu líkamsþyngd um svipað leyti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“