Hin vinsæla sjónvarpskona, Laura Woods hefur fengið mikið meira en nóg af dónalegum körlum sem senda henni skilaboð á samfélagsmiðlum.
Woods hefur skotist nokkuð hratt upp á stjörnuhimininn, hún vann áður hjá Sky Sports en er nú hjá TNT Sports í Bretlandi sem er með réttinn af Meistaradeild Evrópu, enska boltanum og fleira.
Woods fékk enn önnur dónalegu skilaboðin í gærkvöldi eftir að hafa tekið viðtal við Erik ten Hag stjóra Manchester United.
Ten Hag gleymdi þá að taka í höndina á Woods eftir viðtalið og var það nokkuð vandræðalegt.
Man Utd manager Erik ten Hag left @laura_woodsy hanging 😂#UCL pic.twitter.com/Qz6V2PQS7S
— Football on TNT Sports (@footballontnt) October 24, 2023
Laura setti það á Twitter og fékk svar. „Ég er með verkefni fyrir hendurnar þínar,“ skrifaði einn.
Laura var ekki lengi að svara og hefur fengið mikið lof fyrir svar þetta. „Kemur þú með smásjá líka,“ skrifaði Woods.
And will you provide the microscope too? https://t.co/JgqQgd82H0
— Laura Woods (@laura_woodsy) October 25, 2023