Lionel Messi leikmaður Inter Miami verður kjörinn besti knattspyrnumaður í heimi þegar hann fær Ballon d’Or í næstu viku.
Messi fær verðlaunin fyrir að vinna HM með Argentínu en hann hefur ekki átt neinu sérstöku gengi að fagna með félagsliði.
Erling Haaland framherji Manchester City endar líklega í öðru sæti en hann átti frábært ár.
Haaland skoraði 39 mörk í ensku deildinni og vann þrennuna með liðinu. Margir telja hann eigi skilið að vinna verðlaunin.
Haaland hefði vafalítið fagnað því í samningi hans við City fær hann eina milljón punda ef hann vinnur verðlaunin.
Haaland fær því ekki 170 milljónirnar núna en gæti verið líklegur til afrek á næsta ári þar sem Messi er farin að spila í Bandaríkjunum.