fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Fréttir

Krufningu lokið í Bátavogsmálinu – Segir dauðan smáhund ekki tengjast málinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 25. október 2023 14:50

Frá Bátavogi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjóri hefur krafist fjögurra vikna framlengingar á gæsluvarðhaldi yfir 42 ára konu sem grunuð er um að hafa orðið 58 ára gömlum manni að bana í íbúð í fjölbýlishúsi við Bátavog, laugardagskvöldið 21. september.

Það kemur í ljós síðar í dag hvort Héraðsdómur Reykjavíkur verður við kröfunni. Gæsluvarðhalds er krafist á grundvelli rannsóknarhagsmuna en lögregla er enn að vinna úr fjölda gagna í málinu.

Að sögn Ævars Pálma Pálmasonar aðstoðaryfirlögregluþjóns er krufningu á líki hins látna lokið. Hins vegar er ekki búið að vinna úr öllum niðurstöðum krufningarinnar.

Fram hefur komið að lögregla telur að manninum hafi verið ráðinn bani og enginn annar en konan sem situr í gæsluvarðhaldi er grunaður um verknaðinn.

Áður hefur komið fram að smáhundur, sem var í eigu konunnar, fannst dauður íbúðinni er lögregla kom á vettvang. Aðspurður fullyrðir Ævar í samtali við DV að dauði smáhundsins tengist ekki morðinu.

Uppfært kl. 15:25

Héraðsdómur Reykjavíku hefur úrskurðað konuna í gæsluvarðhald til 21. nóvember að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóttir Musk tætir í sig heimsþekktan ævisöguritara hans – „Það er andskotans brandari“

Dóttir Musk tætir í sig heimsþekktan ævisöguritara hans – „Það er andskotans brandari“
Fréttir
Í gær

Lögregla kölluð til eftir skírn í Hallgrímskirkju – „Ég er mjög hrædd því ég veit ekki hvað hann gerir næst“

Lögregla kölluð til eftir skírn í Hallgrímskirkju – „Ég er mjög hrædd því ég veit ekki hvað hann gerir næst“
Fréttir
Í gær

Sóley segir orðatiltækið „svolítið OCD“ grafa undan skilningi á þráhyggju og áráttu

Sóley segir orðatiltækið „svolítið OCD“ grafa undan skilningi á þráhyggju og áráttu
Fréttir
Í gær

Sparaði 12 milljónir á tveimur árum en íbúðin hafði á sama tíma hækkað um 18 milljónir

Sparaði 12 milljónir á tveimur árum en íbúðin hafði á sama tíma hækkað um 18 milljónir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingfesting í stóra fíkniefnamálinu – Nístandi kvíði sakborninga sem óttast afhjúpun og smánun

Þingfesting í stóra fíkniefnamálinu – Nístandi kvíði sakborninga sem óttast afhjúpun og smánun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom starfsmanni Keflavíkurflugvallar í opna skjöldu – Sjáðu myndina

Kom starfsmanni Keflavíkurflugvallar í opna skjöldu – Sjáðu myndina