fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Ólga í umræðuhópi í Vesturbæ eftir að umræðu var eytt út – Reyndum fréttamanni blöskrar

433
Miðvikudaginn 25. október 2023 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur ólga ríkir í hópi stuðningsmanna KR þegar karlalið félagsins er þjálfaralaust og ekki virðist ganga neitt sérstaklega vel að finna rétta aðilann.

Stjórn KR tók þá ákvörðun að endurnýja ekki samning Rúnars Kristinssonar og hefur síðan leitað að eftirmanni hans.

Ólafur Ingi Skúlason hafnaði starfinu á mánudag en KR hafði einnig áhuga á að ræða við Óskar Hrafn Þorvaldsson, Halldór Árnason og Jökul Elísabetarson.

Enginn af þeim var klár í að taka við. Björn Reynir Halldórsson setti inn könnun í Facebook hóp stuðningsmanna KR. Skömmu eftir að könnunin birtist var henni eytt.

Björn spurðist fyrir um þessa ákvörðun þeirra sem stjórna hópnum og Sigurður Helgason sem er reyndur knattspyrnuþjálfari tekur þar ábyrgð. „Þetta var könnun sem var algjört rugl. Því henti ég þessu út. Það gat hver sem er sett sinn óska þjálfara.
Að öðru leiti virði ég gagrýni á KR. Það hefur verið óskað eftir því að ég hleypi þessu inn aftur. Það mun ég gera ef þið fáið 1% meðlimi óska eftir því jafnframt því mun ég yfirgefa síðuna,“ segir Sigurður nokkuð brattur.

Mörgum þykir það miður að stuðningsmenn KR fái ekki að ræða þessi málefni í hópnum. „Hvaða ritskoðunarsteypa er þetta?,“ skrifar Jóhann Hlíðar Harðarson fréttamaður Stöð2 á Spáni.

KR vonast til að ráða þjálfara í þessari viku en Greg Ryder, Sigurður Ragnar Eyjólfsson og fleiri eru nú mátaðir við stólinn í Vesturbæ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Geta gleymt því að fá hann frá Real Madrid í janúar

Geta gleymt því að fá hann frá Real Madrid í janúar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford
433Sport
Í gær

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?
433Sport
Í gær

Ronaldo opinberar hvert hans nýja verkefni er

Ronaldo opinberar hvert hans nýja verkefni er