fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Misþyrmdi þremur mönnum sama daginn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 25. október 2023 17:30

Mynd: Fréttablaðið/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir þrjár líkamsárásir, þar af eina sérlega hættulega. Atvikin áttu sér stað þann 4. júlí árið 2020 og virðist sem maðurinn hafi gengið berserksgang þennan dag því hann misþyrmdi þremur mönnum. Einnig vekur athygli hvað málið hefur dregist því hin meintu afbrot voru framin fyrir þremur og hálfu ári.

Hinn ákærði er í fyrsta lagi sakaður um að hafa kýlt mann einu höggi í höfuðið með krepptum hnefa svo hann féll í götuna og hlaut eymsli á höfði hægra megin, eymsli á hægri öxl og mar og eymsli á vinstra hné.

Í öðru lagi er hann ákærður fyrir að hafa slegið annan mann fjórum sinnum með krepptum hnefa svo sá hlaut heilahristing, tognun á hægri ökkla, yfirborðsáverka á hægra hné og yfirborðsáverka og bólgu í hársverði.

Í þriðja lagi er maðurinn sakaður um sérlega hættulega líkamsárás er hann kýldi mann með krepptum hnefa með þeim afleiðingum að hann féll í götuna og í framhaldinu sparkaði í höfuð mannsins af miklu afli þar sem hann lá og reyndi að reisa sig upp. Brotaþolinn hlaut um 5 cm langt sár á hægri augabrún, sem náði inn að beini, auk mars á sama stað, 1,5 cm langan skurð neðan við hægra auga, mar á vinstra gagnauga og olnboga, eymsli yfir brjóstkassa, auk þess sem tvær framtennur brotnuðu.

Kröfur um miskabætur, sjúkrakostnað og þjáningarbætur

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Sá sem varð fyrir síðastnefndu árásinni krefst miskabóta upp á 1,5 milljónir króna. Auk þess kerir hann kröfu um að árásarmaðurinn greiði honum sjúkrakostnað upp á 167 þúsund krónur. Í þriðja lagi gerir hann kröfur um þjáningarbætur upp á tæplega 630 þúsund krónur. Krafan er því upp á um 2,4 milljónir króna.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks