Harry Maguire og Andre Onana voru hetjur Manchester United í sigri á FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu í gær. Fengu þeir skilaboð úr óvæntri átt eftir leik.
Maguire og Onana hafa mátt þola erfiða tíma og gagnrýni undanfarið en þeir stigu heldur betur upp í gær.
Enski miðvörðurinn skoraði sigurmark leiksins fyrir United og Onana varði víti FCK í blálokin sem tryggðu sigurinn.
Nú velta ensk blöð því fyrir sér hvort endurtaka hafi átt vítaspyrnuna í gær, á myndbandi sést Onana fara af línunni áður en spyrnan var tekin.
Forráðamenn FCK hafa bent á þetta en Onana varði spyrnuna.