fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Segir að tugþúsundir Íslendinga séu með forsykursýki – „Við vitum að lífsstíllinn hefur áhrif á allt“

Fókus
Miðvikudaginn 25. október 2023 11:30

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jens K. Guðmundsson læknir segir tímabært að innleiða heildræna nálgun í heilbrigðiskerfið og lækningar almennt. Jens, sem er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar, hefur lært „functional medicine“, þar sem nálgunin er mun heildrænni en í hefðbundnum vestrænum lækningum.

„Þetta er í raun bara góð læknisfræði. Að nota það sem Hippocrates talaði um á sínum tíma. Að láta næringu vera lækningu og lifa heilbrigðum lífsstíl. Vestræn læknisfræði er frekar ný af nálinni og jafn góðra gjalda verð og hún er, þá má ekki gleyma að horfa á hlutina heildrænt. Það gleymist oft í umræðunni hjá fagaðilum hversu mikil áhrif lífsstíllinn hefur á heilsuna. Nú erum við bara komin á þann stað að það liggur fyrir hvað lífsstíllinn okkar skiptir miklu máli þegar kemur að öllu sem snýr að heilsu,“ segir Jens sem segist hafa fengið áhuga á þessarri tegund læknisfræði eftir að hafa farið að sjá í störfum sínum mikið af langvinnum kvillum hjá skjólstæðingum sínum:

„Ég vann lengi á heilsugæslu og þar fór eitthvað ljós að kvikna. Ég fór að sjá  ótrúlega jákvæða hluti gerast hjá fólki sem gerði aðra hluti samhliða lyfjagjöf, eins og til dæmis hugleiðslu, hreyfingu og breytingar á matarræði. Ég dýfði mér ofan í fræðin í kringum „functional medicine“ og hlusta á helstu sérfræðingana í þessu fagi og varð heillaður af því sem þar kom fram. Mér var stundum farið að líða eins og ég væri í spennitreyju að mega ekki nota nema eina nálgun á fólk. Á einhverjum tímapunkti fann ég bara að ég vildi geta notað mun heildrænni nálgun í mínum störfum.“

Risastór heilsuvandi

Jens er með sérmenntun í háls, nef og eyrnalækningum. Hann hefur yfir 15 ára reynslu í læknageiranum og vann um tíma í skurðlækningum og á bráðadeild. Hann segir gögnin benda til þess að um tíundi hver Íslendingur sé með forsykursýki og nú þegar séu 11 þúsund Íslendingar með sykursýki. Um sé að ræða risastóran heilsuvanda sem við verðum að horfast í augu við. Oft á tíðum skipti lífsstílinn sköpum.

„Slæmur lífsstíll í langan tíma getur valdið mikið af vandræðum í líkamsstarfseminni, sem kemur svo fram í alls kyns kvillum. Ef við viljum skilja hvað er að gerast hjá fólki með langvinn vandamál sem ekki finnst lausn á þarf að skoða hvað er að gerast í hvatberunum, bólgur í líkamanum, hvort það séu þungmálmar í líkamanum eða ofvöxtur á sveppum og fleira og fleira. Þegar fólk fer í nánari prófanir kemur oft í ljós að það er undirliggjandi vandi sem var að hafa mikil áhrif án þess að einstaklingurinn hefði hugmynd um það. Mín skoðun er sú að það þarf að valdefla fólk til að taka ábyrgð á eigin heilsu, en kerfið þarf að hjálpa til með því að innleiða inn hluti sem gefur fólki betri upplýsingar um undirliggjandi hlutum í líkamsstarfseminni.“

Tók U-beygju í lífinu

Jens hefur eins og fyrr segir á síðastliðnum árum fært sig meira yfir í það sem kallast „functional medicine“ og sótti nám í þeim fræðum hjá Kresser Institute í Bandaríkjunum. Jens hefur tekið fleiri en eina U-Beygju í lífinu og lærði meðal annars leiklist í Las Angeles eftir að hann var orðinn menntaður læknir. Hann valdi skynsömu leiðina áður en hann lærði að treysta hjartanu.

„Ég hafði lengi hugsað um að mig langaði að gera eitthvað allt annað. Ég fór í tvö ár til Hollywood að læra leiklist og tók þá algjöra U-Beygju í lífinu. Það er auðvelt að falla í þá gildru að reyna að upp­fylla það sem maður heldur að aðrir búist við af manni. Af ótta við að vera dæmdur skrýtinn velur maður öruggu leiðina, í stað þess að hlusta á það sem hjartað segir.”

Hægt er að nálgast viðtalið við Jens og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“