Erik ten Hag, stjóri Manchester United, á að bekkja Antony í stórleiknum gegn Manchester City á sunnudag.
Þetta skrifar blaðamaðurinn Samuel Luckhurst í Manchester Evening News, en hann skrifar reglulega um málefni United.
Antony hefur gengið erfiðlega frá því hann gekk í raðir United fyrir rúmar 80 milljónir punda í fyrra og þá sérstaklega undanfarið.
„Sex byrjunarliðsleikir og sex slakar frammistöður frá Antony á þessari leiktíð,“ skrifar Luckhurst.
„Það er ótrúlegt að hann sé valinn aftur og aftur. Hann var á bekknum gegn City á Old Trafford á síðustu leiktíð og ætti að vera það á sunnudaginn líka.“
United tekur á móti City í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.