Í nótt hófst jarðskjálftahrina norðan við Grindavík og hafa rúmlega 700 jarðskjálftar mælst frá miðnætti. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.
Stærsti skjálfstinn mældist kl. 8:18 og var hann 4,5. Um hálfsexleytið mældist skjálfti upp á 3,9.
Skjálftarnir fundust víða á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu. Töluverð skjálftavirkni er áfram á svæðinu en flestir skjálftarnir litlir.
Samkvæmt frétt RÚV eru engin merki um gosóróa á svæðinu.
Undanfarin eldgos á Reykjanesskaga hafa komið í kjölfar skjálftahrina, eftir að þær hafa rénað.