Sandro Tonali, leikmaður Newcastle og ítalska landsliðsins, fær tíu mánaða bann frá knattspyrnu vegna veðmálaskandalsins á Ítalíu. Þetta segir Fabrizio Romano.
Um risastórt mál á Ítalíu er að ræða þar sem fjöldi leikmanna er á leið í bann fyrir að brjóta veðmálareglur.
Tonali missir af öllu þessu tímabili og Evrópumótinu næsta sumar ef marka má nýjustu fréttir, en hann gekk í raðir Newcastle í sumar frá AC Milan.
Sem fyrr segir eru fleiri leikmenn á Ítalíu í klandri en vandamálið virðist vera ansi stórt þar í landi.
🚨⚪️⚫️ Sandro Tonali will be banned for 10 month — sources confirm final indications, waiting on statement.
He won’t be able to play for 10 months due to gambling addition scandal.
There will be additional months of participation in gambling rehab plan, same as Nicoló Fagioli. pic.twitter.com/USw2ynRE9V
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 25, 2023