fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Segir ráðningarsamning Agnesar mögulega vera falsaðan og telur lögreglurannsókn nauðsynlega

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 25. október 2023 09:19

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Jens Sigurbjörnsson, fyrrverandi sóknarprestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, telur möguleika vera á því að ráðningarsamningur sem framkvæmdastjóri Biskupsstofu gerði við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, sé falsaður og settur fram í blekkingarskyni.

Þetta kemur fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu.

Umræddur ráðningarsamningur, sem gerður var eftir að kjörtími biskups rann út, hefur vakið mikla gagnrýni og lagaleg óvissa ríkir um hvort Agnes sé löglega skipuð biskup og hvort embættisfærslur hennar séu gildar.

Samningurinn er sagður gerður 1. júlí 2022. Kristinn segir komnar fram upplýsingar sem bendi til að hann hafi verið gerður síðar og þá í raun eftir að hann átti að hafa tekið gildi. Í greininni segir:

„Nú hafa þau tíðindi gerst að fram eru komn­ar upp­lýs­ing­ar er styðja þenn­an mögu­leika. Fékk bréf­rit­ari fyr­ir skemmstu ábend­ingu um að gagn­legt væri að skoða ráðning­ar­samn­ing Agnes­ar eins og hann ligg­ur fyr­ir sem pdf-skjal. Var tölv­un­ar­fræðing­ur feng­inn til að rann­saka skjalið. Kom þá í ljós að ráðning­ar­samn­ing­ur Agnes­ar var stofnaður á pdf-formi fimmtu­dag­inn 9. mars 2023 kl. 15.22 auk þess sem skjal­inu var breytt skömmu síðar. Pdf-skjalið með samn­ingn­um var sem sagt stofnað í skjala­kerfi bisk­ups­stofu inn­an tíma­bils­ins 20. fe­brú­ar til 20. mars. Hef­ur lögmaður Agnes­ar, Ein­ar Hugi Bjarna­son, staðfest þessa til­urð pdf-skjals­ins.“

Kristinn skorar á kirkjuþing að beita sér fyrir því að málið verði rannsakað:

„Margt bend­ir nú til að ráðning­ar­samn­ing­ur Agnes­ar hafi ekki orðið til fyrr en á þessu ári; hann sé því mögu­lega falsaður og sett­ur fram í blekk­ing­ar­skyni. Vegna þessa er því hér með skorað á kirkjuþing að beita sér fyr­ir að þetta al­var­lega mál verði rann­sakað op­in­ber­lega svo leiða megi það til lykta og draga fram mögu­lega sekt eða sýknu málsaðila. Þegar máls­at­vik eru skoðuð blas­ir við að ill­mögu­legt er að bægja frá grun­semd­um um sak­næma hátt­semi. Ein­mitt þess vegna er lög­reglu­rann­sókn knýj­andi.“

Kristinn bendir síðan á fjölmörg atriði sem veki spurningar. Þannig séu engir vottar að gerð samningsins og Ragnhildur Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Biskupsstofu, sem gerði samninginn við Agnesi, hafi ekki tjáð sig um hann. Þögn hafi ríkt um samninginn mánuðum saman og ekki hafi verið minnst á hann í umsögn lögmanns Agnesar þar sem forseta kirkjuþings var gerð grein fyrir lagalegri stöðu Agnesar sem biskups Íslands. „Í skjal­inu er ekki nefnt að ráðning­ar­sam­band Agnes­ar við þjóðkirkj­una bygg­ist á samn­ingi,“ segir Kristinn. Þá segir ennfremur í þessu samhengi:

„Annað skjal („minn­is­blað“), dag­sett 20. mars 2023, er lagt fram af lög­manni Agnes­ar til að rök­styðja stöðu henn­ar sem bisk­ups Íslands (lög­skipti). Ber þá svo við að skír­skotað er til samn­ings. Er rök­stuðning­ur­inn grun­sam­lega ólík­ur fyrri rök­stuðningi í fe­brú­ar.“

Ennfremur bendir Kristinn á að samningurinn hafi fyrst verið skannaður inn sem pdf-skjal í skjalavörslukerfi biskupsstofu níu mánuðum eftir að samningurinn á að hafa verið undirritaður.

Kristinn ítrekar áskorun sína til kirkjuþings um að láta fara fram lögreglurannsókn á ráðningarsamningnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg