Það er ólíklegt að Liverpool takist að landa Jamal Musiala, leikmanni Bayern Munchen, næsta sumar ef marka má nýjustu fréttir.
Liverpool er eitt af nokkrum félögum sem hinn tvítugi Musiala hefur verið orðaður við, en hann er einn mest spennandi leikmaður heims.
Þrátt fyrir að samningur hans við Bayern renni ekki út fyrr en 2026 er hann orðaður við brottför en Sky Sports í Þýskalandi segir afar ólíklegt að Liverpool takist að landa honum.
Samkvæmt miðlinum koma Real Madrid og Manchester City aðeins til greina ef Musiala fer frá Bayern á næstunni.
🔴 Jamal #Musiala is currently not thinking about leaving FC Bayern. Liverpool is monitoring him as a possible top replacement for Salah in 2024. But his move to #LFC is absolutely unlikely.
➡️ If he really would leave Bayern in the next years there are the only two realistic… pic.twitter.com/xw6wS7SkOj
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) October 24, 2023