Al Nassr horfir nú til Kevin De Bruyne, leikmanns Manchester City og er það næsta stjarna sem félagið vill fá til liðs við sig. Það er ítalski fjölmiðlamaðurinn Rudy Galetti sem segir frá þessu.
Eins og flestir vita hafa Sádar heldur betur látið til sín taka á leikmannamarkaðnum undanfarið og fengið til sín fjölda stórstjarna. Fyrir hjá Al Nassr eru menn á borð við Cristiano Ronaldo og Sadio Mane.
Al Nassr hefur þegar haft samband við umboðsmann De Bruyne og vill félagið funda með belgísku stórstjörnunni á næstunni. Er þar planið að kynna framtíðarplön sín fyrir honum.
Samningur De Bruyne við City rennur út sumarið 2025.
🚨🗣️ #AlNassr contacted #DeBruyne’s agent to set up a meeting with the player soon.
📌 The aim of the 🇸🇦 club is to explain in details its long-term project to the 🇧🇪 AM, whose contract with #MCFC will expire in 2025: evolving situation. 🐓⚽ #Transfers pic.twitter.com/4ygHfkOzC2
— Rudy Galetti (@RudyGaletti) October 24, 2023