Eins og DV skýrði frá í gær þá vísaði Dmitry Peskov, talsmaður Kremlverja, þessu á bug og sagði forsetann við hestaheilsu og þetta væri bara enn ein falsfréttin.
Til að bregðast við þessu birtu rússnesk yfirvöld ljósmyndir, sem þau segja nýjar, í gær af Pútin og Denis Manturov, varaforsætisráðherra og iðnaðarráðherra á fundi í Kreml.
Þess utan vísaði Peskov á bug orðrómum um að Pútín notist við tvífara og sagði slíka orðróma vera „fáránlega blekkingu“.