fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Hann var flugumaðurinn í morðingjahópnum

Pressan
Miðvikudaginn 25. október 2023 22:30

Freddie Scappaticci. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannrán, pyntingar og morð á allt að 18 manns. Þetta er meðal þess sem talið er að Freddie Scappaticci hafi haft á samviskunni á þeim tíma sem hann var flugumaður í Írska lýðveldishernum (IRA). IRA háði baráttu gegn breskum  yfirráðum á Norður-Írlandi og voru samtökin skilgreind sem hryðjuverkasamtök.

Freddie laumaði sér inn í IRA á vegum bresku lögreglunnar og hafði viðurnefnið „Stakeknife“. Hann varð svo vel metinn innan IRA að hann varð hluti af öryggisneti samtakanna en það nefndist „The Nutting Squad“.

Þessi hópur benti á og myrti fólk sem var talið ljóstra upp um starfsemi IRA. Stundum var fólk bundið með hendur fyrir aftan bak og siðan skotið í höfuðið.

IRA létu mikið að sér kveða á áttunda og níunda áratugnum og létu ekki af hryðjuverkum og morðum fyrr en 1994 þegar samið var um vopnahlé á Norður-Írlandi. Fjórum árum síðar var síðan samið um frið.

Talið er að Freddie hafi verið mikilvægasti flugumaðurinn í röðum IRA áratugum saman. Eftir því sem The Guardina og Daily Mail segja þá dældi hann upplýsingum til breskra yfirvalda um mannrán, sprengjutilræði og skotárásir.

Sir John Wilsey, norðurírskur hershöfðingi, sagði árið 2012 að Freddie hafi verið eins og „gullegg“ og „demanturinn í kórónunni“ af flugumönnum hersins. Upp hafði komist um Freddie níu árum áður og hafði hann þá flúið til Englands.

Hann neitaði alla tíð þeim ásökunum að hann hefði verið flugumaður Breta og að hann hefði starfað innan IRA. Hann lést í apríl á þessu ári, 77 ára að aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum