Bikarmótið í kraftlyftingum fór fram um síðustu helgi í íþróttahúsinu að Varmá, Mosfellsbæ. Keppt var í útbúnaði og klassískum kraftlyftingum. Fjölmörg Íslandsmet féllu, bæði í kvenna- og karlaflokki.
Í kraftlyftingum í útbúnaði varð Sara Viktoría Bjarnadóttir stigahæst kvenna með 91.1 IPF stig en Þorbergur Guðmundsson í karlaflokki með 90.1 stig.
Í klassískum kraftlyftingum varð Þorbjörg Matthíasdóttir stigahæst kvenna en hún hlaut 80.5 stig en Friðbjörn Bragi Hilmarsson var stigahæstur í karlaflokki með 96.7 stig.
Myndband frá mótinu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: