Dejan Kulusevski kantmaður Tottenham segir félagið græða mikið á því að þurfa ekki að taka þátt í Evrópukeppni á þessu tímabili.
Tottenham er á toppi enska boltans og virðist liðið nánast óstöðvandi þessa dagana.
„Þetta hjálpar okkur gríðarlega, líkamlega græðum við mikið. Ég man á síðustu leiktíð að við spiluðum þrjá leiki í viku, þú varst þreyttur bara í upphitun,“ segir Kulusevski.
Kulusevski segir að þetta gæti verið mikið forskot fyrir Tottenham á þessu tímabili. „Andlega er þetta gott líka, það eru ekki ferðalög til Spánar eða Ítalíu. Þú ert heima hjá þér og með fjölskyldu þinni.“
„Þú ferð andlega hvíld, þetta er forskot fyrir okkur á þessu tímabili.“
„Þú finnur bara muninn og vonandi munum við nýta okkur þetta allt tímabilið.“