Kevin de Bruyne fyrirliði Manchester City er nú sterklega orðaður við Al-Nassr í Sádí Arabíu. Hefur félagið sett sig í samband við hann.
De Bruyne er meiddur þessa stundina en hann á átján mánuði eftir af samningi sínum við City.
Viðræður um að framlengja hann voru settar á ís vegna meiðsla og hefur Al-Nassr áhuga á að nýta sér það.
Cristiano Ronaldo er skærasta stjarna Al-Nassr en koma De Bruyne til félagsins væri mikil lyftistöng fyrir félagið enda um að ræða einn besta leikmann í heimi.
De Bruyne hefur átt mörg góð ár hjá City en félagið hefur sýnt það síðustu ár að það er óhrætt við að selja sína betri leikmenn, vilji þeir fara.