fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Banönum bráður bani búinn

Pressan
Þriðjudaginn 24. október 2023 17:30

Vonandi kemur einhver þessum banana til bjargar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er þér sama um banana? Þá þarftu ekki að lesa lengra, en ef þú ert einn þeirra fjölmörgu sem bera hlýjan hug til ávaxtarins þá eru hér færð þau skuggalegu tíðindi að bananar gætu brátt heyrt sögunni til, í það minnsta bananar af gerðinni Cavendish. Vísindamenn hafa varað við því að ávöxturinn sé í bráðri hættu sökum útbreiðslu ágengrar sveppasýkingar sem kallast Panama-veikin.

Þessi sýking hefur hrottaleg áhrif á uppskeru Cavendish banana, en hún kemur í veg fyrir að ávöxturinn geti fengið nægilegan vökva úr gróðurmoldinni. Uppskeran í Asíu, Afríku, Miðausturlöndum og Mið-Ameríku hefur þegar orðið fyrir gífurlegu tjóni.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi sýking herjar á banana. Langt fram eftir 20. öldinni voru bananar að gerðinni Gros Michel helstu útflutnings-bananarnir, en um miðbik aldarinnar kom sveppasýkingin upp og dreifði sér hratt til allra ræktenda Gros Michel banana. Þá þurfti að finna nýja gerð og varð þá Cavendish bananinn fyrir valinu því hann var ekki eins viðkvæmur fyrir sýkingunni.

Af öllum þeim bönunum sem eru borðaðir á ári hverju þá eru Cavendish bananarnir um 47 prósent. Nú hefur sveppasýkingin stökkbreyst. Hún dreifir sér hægar en fyrri gerðin svo vísindamenn telja að það gæti tekið um áratug áður en Cavendish bananinn heyrir sögunni til. Enn sé því tími til að bregðast við, en sem stendur standi vísindin á gati. Líklega sé lausnin að gæta að fjölbreytileika banana. Þróa fjölbreyttar tegundir sem geti haft betra viðnám gegn sýkingum. Því fjölbreyttara sem erfðaefni banana sé, þeim mun líklegra að bananinn haldi velli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?