fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Inga Sigrún skrifar: Raddir kvenna og raddir barna

Eyjan
Þriðjudaginn 24. október 2023 14:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvennaverkfallið er í dag.

Verkfallið er framhald af kvennafrídeginum sem markaði upphaf áratugabaráttu kvenna fyrir jafnrétti kynjanna. Á Íslandi hafa konur leitt jafnréttisbaráttuna og í alþjóðlegu samhengi er staða kvenna á Íslandi ein sú besta í heiminum. Ýmsir undirsettir hópar hafa tekið sér jafnréttisbaráttu kynjanna til fyrirmyndar og leitað í smiðju feminískra kenninga eftir vopnum í sína baráttu. Jafnréttisbarátta ýmissa undirsettra hópa svo og jafnréttisbarátta kynjanna hefur breytt íslensku samfélagi og gert það betra en það var áður.

Raddir kvenna hafa ekki alltaf verið hluti af samfélögum þar sem karla og kvenna og í mörgum þjóðfélögum heyrast raddir kvenna ekki enn í dag. Í háskóla las ég sögulega frásögn af þingi þar sem í fyllstu alvöru var tekist var á um hvort konur byggju yfir vitrænni hugsun á sama hátt og karlar. Umræða þingsins fól í sér hugmyndir um hvort konur ættu meira sameiginlegt með dýrum, verkfærum eða náttúruöflum en með karlmönnum sem bjuggu yfir sjálfstjórn, rökhugsun og frjálsum vilja.

Foreldrar mínir eru fæddir fyrir miðja síðustu öld. Á æskuheimili mínu var aldrei efast um að mamma hefði vilja og sjálfstjórn en rödd hennar og rými til athafna var samt sem áður ekki afmarkað af henni sjálfri heldur af hugmyndum pabba og hugmyndum þeirra karla sem þá voru ráðandi í samfélaginu. Mamma vann heimilisstörfin, hugsaði um okkur systurnar, tók þátt í félagsstörfum og stýrði heimilinu innan þeirra marka sem henni voru sett. Einstaka sinnum fór mamma út fyrir þennan ramma og þá greip pabbi í taumanna og leiðrétti þær ákvarðanir sem hún hafði tekið. Um miðja síðustu öld var óhugsandi að mamma færi að biðja pabba vaska upp og enn fráleitara að honum hefði dottið það í hug sjálfum, slíkt var einfaldlega ekki til umræðu jafnvel ekki á þeim tíma sem þau unnu bæði utan heimilisins.

Þökk sé kvennabaráttunni þurfti ég sjálf ekki að móta mig í sérstök kynhlutverk. Mér finnst mikilvægt að vera ég sjálf, fá að ráða lífi mínu og skilgreina sjálfan mig á þann hátt sem mér finnst best. Ég fagna því að vera í hjónabandi þar sem ég get sinnt heimilisstörfum með manninum mínum, deilt með honum ábyrgð á fjölskyldunni, að geta sagt það sem ég vil þegar ég vil, átt þau áhugamál sem mér líkar og umgengist þá sem mig langar til. Vegna kvennabaráttunnar er ég ekki aðeins kona heldur fæ ég að vera sjálfráða einstaklingur með öllum þeim fjölbreytileika sem það getur falið í sér.

Út frá þessum þremur sögum má sjá jafnréttisbaráttuna í þrenns konar samfélögum. Í fyrsta lagi samfélag sem lítur á konuna sem viljalaust verkfæri karlmannsins með það hlutverk að uppfylla þarfir hans. Í öðru lagi samfélag þar sem konan hefur frelsi innan þeirra marka sem samfélag karla veitir henni og í þriðja lagi samfélag þar sem konan getur valið að skilgreina sjálfan sig og stöðu sína í samfélaginu eftir því sem hún telur hæfa hverju sinni.  Þannig hefur jafnréttisbaráttan frelsað konuna frá því að vera raddlaus einstaklingur að því að hafa rödd á flestum sviðum samfélagsins.

Undanfarin ár og áratugi hef ég barist fyrir því að raddir barna fengju að heyrast í skólastarfi. Ég hef oft átt samræður um raddir barna og hef mætt margs konar viðhorfum. Sumir telja að helst eigi ekki að heyrast mikið í börnum, þau eigi að sitja hljóð og vinna þau verk sem þeim er úthlutað, klára þau á sómasamlegan hátt og taka svo til við næsta viðfangsefni sem hefur verið ákveðið að þau vinni. Aðrir telja að vissulega eigi að taka tillit til tilfinninga og vilja barna en aðeins innan þeirra marka sem fullorðnir setja þeim. Þannig geti börn valið milli fyrir fram gefinna verkefna og tjáð tilfinningar sínar og viðhorf innan ákveðins ramma, á ákveðnum stöðum eða við ákveðin tækifæri. Í þriðja lagi eru það þeir sem telja að börn séu ekki fyrst og fremst börn heldur fullgildir fjölbreytilegir einstaklingar sem eigi rétt á að skilgreina sjálfan sig, tjá tilfinningar sínar eins og þau kjósa, velja sér verkefni við hæfi og taka þátt í ákvörðunum sem snerta þau sjálf.

Hugsanlega finnst einhverjum þetta of langt gengið. Börn hafa ekki fullan þroska og vita ekki hvað þeim er fyrir bestu, þau geta ekki tekið ákvarðanir, tjáð sig á fullnægjandi hátt eða séð allar hliðar mála. En ef við hugsum málið aðeins dýpra þá eru þetta sömu rök og notuð voru ári 1975 til að koma í veg fyrir að konur fengju að skilgreina sig út frá eigin upplifun í stað þess að móta tilveru sína í fyrirfram gefnar staðalmyndir.

 

Inga Sigrún Atladóttir

Höfundur er kennari og höfundur bókarinnar Leiðtogasamfélagið: Reynsluheimar og Mögulegir heimar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast