Fyrrum leikmaður Arsenal, Andrey Arshavin, brá sér nokkuð óvænt á leik Tottenham og Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Rússinn átti nokkur fín ár hjá Arsenal en Tottenham og Arsenal eru miklir erkifjendur.
Sem fyrr segir skellti Arshavin sér á leik Tottenham gegn Fulham í gær. Hann klæddi sig þannig að ekki mikið bæri á en þó tóku nokkrir eftir honum.
Horfði Arshavin á 2-0 sigur Tottenham sem hefur farið frábærlega af stað á leiktíðinni.
Hér að neðan má sjá Arshavin á leiknum í gær en hann er nokkuð breyttur.