fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Fólk villt á Ingólfsfjalli og húsbíll út af vegi á Vatnsskarði

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. október 2023 13:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunsveitir aðstoðuðu í gærkvöldi hóp fólks sem hafði gengið á Ingólfsfjall, milli Hveragerðis og Selfoss, og villst. Niðamyrkur var komið og treysti fólkið sér ekki til að halda áfram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu.

Björgunarsveitir úr Hveragerði og Grímsnesi fóru fólkinu til aðstoðar á sexhjólum og bíl. Björgunarfólk kom að fólkinu norðarlega á fjallinu, flutti það á hjólum til móts við heitan björgunarsveitarbíl, sem svo flutti það áfram niður af fjalli. Þar tók lögreglan við fólkinu og kom því áfram á sinn áfangastað.

Frá aðgerðum björgunarsveita í gær

 

Á sama tíma var björgunarsveit á Blönduósi boðuð út vegna húsbíls sem fór út af veginum á Vatnsskarði milli Blönduóss og Varmahlíðar. Bíllinn rann af veginum og út í krapaelg þar sem hann sat fastur, sem og fólkið sem í honum var.

Bíllinn sat fastur í krapaelg

Björgunarfólk keyrði bíl björgunarsveitarinnar að húsbílnum þar sem hann var fastur, og aðstoðaði fólkið úr honum og yfir í bíl björgunarfólks. Húsbílinn þurfti að skilja eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Í gær

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“