Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool hefur sett nýja reglu hjá félaginu sem Jordan Henderson fyrrum fyrirliði félagsins var ekki með.
Teku Van Dijk þessa reglu frá Celtic þar sem hann átti góða tíma áður en hann kom til Englands.
„Þetta er eitthvað sem við gerðum hjá Celtic,“ segir Van Dijk.
Reglan er sú að leikmennirnir koma allir saman í hring rétt áður en leikurinn fer af stað, þar fer sá hollenski yfir hlutina rétt fyrir leik.
„Ég hef alltaf kunnað vel við hana, þetta setur tóninn rétt fyrir leik. Þetta sýnir stuðningsmönnum líka að við séum klárir.“
Van Dijk hefur reynst Liverpool afar vel en ber nú fyrirliðabandið og hefur gengi Liverpool frá síðustu leiktíð batnað mikið.