fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Bílnum var stolið í Kanada – Fékk áfall þegar fréttamaðurinn hringdi frá Gana ári síðar

Pressan
Þriðjudaginn 24. október 2023 13:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Kanadamaðurinn Len Green hafi rekið upp stór augu þegar David Common, fréttamaður CBS sjónvarpsstöðvarinnar í Kanada, hafði samband við hann í sumar.

Í símtalinu sagði Common að hann væri sannfærður um að hann sæti í bílnum hans í þessum töluðu orðum – á vesturströnd Afríku, nánar tiltekið í Gana.

Raunin var sú að bílnum hafði verið stolið þar sem hann stóð fyrir utan heimili Green í Toronto um einu ári fyrr.

CBC-fréttastofan sýndi fyrr í haust heimildaþátt um stórtækan þjófnað á bílum frá Kanada en oftar en ekki virðast þessir bílar enda í Afríku. Common tókst að hafa samband við Green þar sem nafn hans símanúmer var að finna á miða í hanskahólfinu.

Samkvæmt opinberum tölum var alls 27 þúsund bílum stolið í Kanada árið 2021 en í mörgum tilfellum eru skipulögð glæpasamtök á bak við þessa glæpi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“