Í símtalinu sagði Common að hann væri sannfærður um að hann sæti í bílnum hans í þessum töluðu orðum – á vesturströnd Afríku, nánar tiltekið í Gana.
Raunin var sú að bílnum hafði verið stolið þar sem hann stóð fyrir utan heimili Green í Toronto um einu ári fyrr.
CBC-fréttastofan sýndi fyrr í haust heimildaþátt um stórtækan þjófnað á bílum frá Kanada en oftar en ekki virðast þessir bílar enda í Afríku. Common tókst að hafa samband við Green þar sem nafn hans símanúmer var að finna á miða í hanskahólfinu.
Samkvæmt opinberum tölum var alls 27 þúsund bílum stolið í Kanada árið 2021 en í mörgum tilfellum eru skipulögð glæpasamtök á bak við þessa glæpi.