Það eru litlar líkur á að Aaron Ramsdale yfirgefi Arsenal í janúar. Þetta segir félagaskiptafræðingurinn virti Fabrizio Romano.
Ramsdale missti sæti sitt í marki Arsenal í upphafi leiktíðar til David Raya sem kom frá Brentford.
Hann hefur í kjölfarið verið orðaður við brottför strax í janúar en Englendingurinn hefur eignað sér stöðu aðalmarkvarðar undanfarin tvö tímabil á Emirates.
Fari Ramsdale frá Arsenal segir Romano hins vegar að það myndi þá gerast næsta sumar. Flest stórlið séu með markverði sem þau eru ánægð með og erfitt að lofa spiltíma. Líklegra er að breytingar verði í sumar.
Arsenal vill að Ramsdale berjist við Raya um stöðu aðalmarkvarðar út þessa leiktíð og taka svo stöðuna í sumar.