Manchester United goðsögnin Wayne Rooney fagnar í dag 38 ára afmæli sínu. Fyrrum félagi hans úr United, Rio Ferdinand, óskaði honum til lukku með daginn á kostuglegan hátt.
Spiluðu þeir félagar saman í fjölda ára en það var árið 2011 sem Rooney ætlaði að bjóða Ferdinand far á æfingu.
Sóknarmaðurinn ákvað að senda skilaboð á Twitter en vissi greinilega ekki hvernig miðillinn virkaði því hann birti færsluna svo allir gætu séð hana.
„Viltu far í fyrramálið?“ skrifaði Rooney.
Ferdinand nýtti tækifærið í dag, óskaði vini sínum til hamingju með daginn og vakti athygli á færslunni frá 2011.
Rooney er í dag stjóri Birmingham í ensku B-deildinni en hann er nýtekinn við.
Hér að neðan má sjá færsluna.
Happy Birthday Wazza 😂❤️ pic.twitter.com/2MCF9vY9Sr
— Rio Ferdinand (@rioferdy5) October 24, 2023