James Maddison, leikmaður Tottenham, segir að Ange Postecoglou leggi mikla áherslu á að liðið pressi önnur lið hátt uppi á vellinum í leikjum. Er þetta hans helsta regla.
Postecoglou tók við Tottenham í sumar og hefur farið frábærlega af stað. Er hann með liðið á toppi ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur.
Maddison sagði frá þessari reglu hans í viðtali.
„Það eru aðalskilaboðin hans. Ef þú horfir á liðin sem hann þjálfaði áður hafa þau öll spilað þannig,“ segir Englendingurinn.
„Þegar hann kom inn sagði hann á sínum fyrsta degi að það að pressa hátt á vellinum væri regla sem hann setti og væri ekki hægt að deila um. Í leik gegn Shakhtar á undirbúningstímabilinu vorum við 2-0 yfir í hálfleik en hann brjálaðist því við settumst aðeins neðar á völlinn.“