fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Ný brú yfir Þorskafjörð opnar á morgun

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. október 2023 10:59

Mynd: Vegagerðin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni mun ný brú yfir Þorskafjörð opna á morgun, 25. október, kl. 14.00.

Í tilkynningunni segir að með þverun Þorskafjarðar styttist Vestfjarðarvegur um 10 kílómetra. Enn fremur er sérstaklega tekið fram að framkvæmdin sé átta mánuðum á undan áætlun.

Samkvæmt tilkynningunni munu Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar og Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri Reykhólahrepps opna brúnna.

Jóhanna Ösp Einarsdóttir, varaoddviti Reykhólahrepps, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga og íbúi í Gufudal mun síðan fara ríðandi yfir brúnna með fjölskyldu sinni. Í tilkynningunni segir að fáir séu fegnari framkvæmdum við Vestfjarðarveg um Gufudalssveit en barnafólk á svæðinu sem sjái nú fram á að skólabíllinn geti ekið láglendisvegi í stað víðsjárverðra fjallvega.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu