fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fréttir

Nicola Sturgeon tók bílprófið 53 ára gömul – „Aldrei of seint að prófa eitthvað nýtt“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 24. október 2023 15:30

Lítið hefur farið fyrir Sturgeon síðan hún sagði af sér embætti í skugga lögreglurannsóknar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nicola Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra Skotlands og formaður Skoska þjóðarflokksins, er komin með bílpróf. Í gær birti hún mynd af sér með ökukennaranum sínum þar sem hún tilkynnti að hún hefði náð prófinu í fyrstu tilraun.

„Þetta gerðist í dag, á þeim góða aldri 53 ára náði ég bílprófinu (í fyrsta sinn),“ sagði hún í færslu á samfélagsmiðlum.

Sturgeon tilkynnti afsögn sína úr embætti þann 15. febrúar síðastliðinn eftir 8 ár í starfi. Tók hún gildi í lok mars eftir að Humza Yousaf var kjörinn eftirmaður hennar.

Sturgeon sagði álag í einkalífinu vera ástæðuna fyrir afsögninni. En hún kom um svipað leiti og rannsókn á fjármálum Skoska þjóðarflokksins stóð yfir. Sturgeon var handtekin og yfirheyrð vegna málsins en sleppt sama dag án þess að vera kærð.

Út fyrir þægindarammann

„Þessi reynsla hefur tekið mig langt fyrir utan þægindarammann minn. En vonandi sannar þetta að það er aldrei of seint að prófa eitthvað nýtt,“ segir Sturgeon í færslunni. „Ég hefði aldrei geta gert þetta án frábæra kennarans míns Andy MacFarlane hjá Caledonian Learner Driver Training. Það var mjög mikilvægt fyrir mig sem 53 ára gamlan fyrrverandi fyrsta ráðherra að hafa ekki bara frábæran kennara heldur einhvern sem ég gat treyst og leið vel með. Andy var það og meira,“ segir hún.

Frekar lítið hefur farið fyrir Sturgeon undanfarið en hún var einn mest áberandi stjórnmálamaðurinn í Bretlandi um langt skeið. Hún mætti hins vegar á ársfund Skoska þjóðarflokksins í Aberdeen fyrr í mánuðinum og fékk mikið lófaklapp þar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Íslensk kona í haldi lögreglu á Tenerife eftir blóðuga árás – Gekk í skrokk á tengdamóður sinni og mágkonu

Íslensk kona í haldi lögreglu á Tenerife eftir blóðuga árás – Gekk í skrokk á tengdamóður sinni og mágkonu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stefán ekki sannfærður um lífsseiga kenningu og nefnir athyglisverð dæmi

Stefán ekki sannfærður um lífsseiga kenningu og nefnir athyglisverð dæmi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Guðbrandur sér fyrir sér ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata

Guðbrandur sér fyrir sér ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sif um kosningarnar – „Kysi ég Pírata gæti atkvæði mitt farið til spillis. En ég gæti þó allavega lifað með sjálfri mér.“

Sif um kosningarnar – „Kysi ég Pírata gæti atkvæði mitt farið til spillis. En ég gæti þó allavega lifað með sjálfri mér.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“