Ólafur hefur verið sterklega orðaður við stöðuna hjá KR síðan um helgina en miðað við nýjustu vendingar tekur hann ekki við.
„Við höfum þreifað á nokkrum en ekki gert neitt tilboð,“ sagði Páll við 433.is nú í morgunsárið.
Aðspurður hvort Ólafur sé einn af þessum mönnum sagði Páll: „Mér finnst ekki tímabært að segja neitt um það.“
Páll sagði jafnframt að hann búist við því að ráðning á þjálfara verði kláruð á næstu 1-2 sólarhringum.
Ólafur hefur undanfarin ár starfað fyrir Knattspyrnusamband Íslands en hann er sem stendur þjálfari íslenska karlalandsliðsins í flokki 19 ára og yngri.
Ekki náðist í Ólaf við vinnslu fréttarinnar.