fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Ótrúlegar svipmyndir frá 158 bíla árekstri í gær

Pressan
Þriðjudaginn 24. október 2023 08:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti sjö eru látnir og á þriðja tug slasaðir eftir 158 bíla árekstur á brú í suðurhluta Louisiana í Bandaríkjunum í gær. Svartaþoka var á vettvangi slyssins í gær og ekki bætti úr skák að skógareldar geisa skammt frá með tilheyrandi reykmengun.

Eldur kom upp í nokkrum bílum og kallaði John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana, eftir því að blóðgjafar myndu gefa blóð.

The New Orleans Advocate ræddi við Christopher Coll sem var svo óheppinn að lenda í árekstri á brúnni. Hann heyrði hvern skellinn á fætur öðrum fyrir aftan sig en tókst að komast út úr ökutæki sínu með því að brjóta rúðu. Annar ökumaður rifjaði upp óhugnanleg hljóðin sem hann heyrði.

„Búmm, búmm. Þetta voru einu hljóðin sem maður heyrði í svona hálftíma.“

Að minnsta kosti ein bifreið féll fram af brúnni og ofan í vatn en ökumanninum tókst að komast út af sjálfsdáðum.

Hér að neðan má sjá umfjöllun WGNO-TV um slysið og myndir sem ríkislögreglan í Louisiana birti á Facebook-síðu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli